Vox feminae

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af stjórnanda hans Margréti J. Pálmadóttur. Kórinn er til húsa í Domus vox í Reykjavík sem er eina sönghús íslenskra kvenna. Kórinn flytur klassísk lög af ýmsum toga og lætur semja fyrir sig íslensk kórverk. Kórinn hefur haldið tónleika innanlands og utan og tekið þátt í ýmsum söngverkefnum, nú síðast vorið 2014 á flutningi Sinfóníu nr. 3 í d-moll eftir Gustav Mahler með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Elborgarsal Hörpu. Einnig tók kórinn þátt í uppsetningu á leikritinu Húsi Bernhörðu Alba í Borgarleikhúsinu haustið 2013. Kórinn söng m.a. á 20 ára starfsafmæli sínu í Notre Dame í París og hélt glæsilega tónleika í Salnum í Kópavogi. Kórinn hefur gefið út þrjá geisladiska og gaf út bókina Da capo, Andartak í ljósi, sem segir sögu kórsins í máli og myndum. Bókinni er ætlað að veita innsýn í starf kvennakórs á Íslandi.

Sjá nánari upplýsingar um kórinn á www.voxfeminae.is