Stúlknakór Reykjavíkur

Stúlknakór Reykjavíkur var stofnaður af Margréti J. Pálmadóttur kórstjóra haustið 1995. Stúlkurnar eru á aldrinum 4-20 ára og koma frá grunnskólum og framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Stúlknakórinn er fjölmennur og telur um 130 félaga í ólíkum aldurshópum. Starf kórsins þroskar söngnæmi nemenda með því að flytja fjölbreytta kortónlist. Margar stúlkur stunda einsöngsnám við söngskólann Domus vox og þannig er söngur orðinn stór þáttur í lífi þeirra. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika og oft komið fram með Sinfóníuhljomsveit Íslands. Einnig hefur hann farið í tónleikaferðir innanlands og utan, m. a. til Ítalíu, Þýskalands og Danmerkur.

Einsöngsnám

Hefðbundið söngnám – stigspróf

Grunndeild-miðdeild-framhaldsdeild

Klippikort

Heldur þér í góðu raddformi

Námskeið

Pop – Disney – Fagrir söngvar

Sungið inn á geisladisk 10-12 ára og 13-16 ára

Aurora framhaldshópur

Stúlkur með söngreynslu frá 16-26 ára

Stúlknakór Reykjavíkur

Stúlknakór 1: 5 ára og 1.bekkur

Stúlknakór 2: 2.-4. bekkur

Stúlknakór 3: 5.-7. bekkur

Stúlknakór 4: 8.-10. bekkur

Stúlknakór Reykjavíkur 1,2,3 og syngjandi forskóli er ætlaður söngelskum stúlkum frá 4–16 ára aldri. Starfið er aldurskipt og aðalæfingar allra hópa eru hafðar á mánudögum á tímabilinu kl. 16:00-20:00 Fjölmargir kennarar vinna með kórnum og utan söngsins er lögð áhersla á góða líkamsbeytingu í dansi og leik.

Stúlknakórinn starfar einnig í Grafarvogskirkju, þar sem kirkjan styrkir söngkonurnar til námskin og stúlkurnar leggja kirkjunni lið í messu- og tónleikahaldi.

Stúlknakór Reykjavíkur IV(Aurora) 16-25 ára.

Aurora er 4. stigið í starfi Stúlknakórs Reykjavíkur. Kórinn er kammerkór og starfar með söngnemum Domus vox og einnig með félögum úr kvennakórumunum Vox feminae og Cantabile.