Cantabile er kvennakór fyrir konur á öllum aldri. Kórinn var stofnaður haustið 1997 af Margréti J. Pálmadóttur sem hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Í kórnum eru um 50 konur á öllum aldri. Áhersla kórsins, er á íslenska og erlenda kvennakóratónlist, gospeltónlist, þjóðlög og kirkjutónlist. Kórinn hefur komið fram við mörg tækifæri og sungið víða bæði innanlands og utan. Kórinn hefur haldið marga sjálfstæða tónleika og fjölmargir þjóðkunnir listamenn hafa komið fram með kórnum. Cantabile hefur nokkrum sinnum sótt æfingabúðir til Ítalíu en upp úr stendur pílagrímsförin til Rómar sumarið 2003 og sumarið 2016 þar sem sungið var við hámessu í Péturskirkjunni í bæði skiptin.