Stjórnendur

Margrét Jóhanna Pálmadóttir

Margrét Jóhanna Pálmadóttir

Skólastjóri

Margrét Jóhanna Pálmadóttir hóf tónlistarferil sinn á Hafnarfirði þar sem hún, auk píanónáms, söng með Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarháskólann í Vínarborg, Söngskólann í Reykjavík og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru meðal annarra Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti.

Margrét kom fyrst fram sem einsöngvari 12 ára gömul m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Hún söng með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár og tók á þeim tíma þátt í ýmsum uppfærslum með honum. Þá starfaði Margrét sem raddþjálfari Pólýfónkórsins og Söngsveitarinnar Fílharmoníu auk ýmissa annarra kóra og söng með sönghópnum Fjórar klassískar á árunum 1994-2000.

Margrét stofnaði Vox feminae 1993, sama ár og hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur, en einnig stofnaði hún og stjórnaði Kór Flensborgarskóla, Starfsmannakór SFR, Barnakór Grensáskirkju, Senjorítunum, Stúlknakór Reykjavíkur Gospelsystrum Reykjavíkur, sem heita nú Cantabile og sönghópnum Aurora.

Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2004. Þá sæmdi Karl Gustav XVI, konungur Svía, Margréti Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni í september 2004.

Stella Óladóttir

Stella Óladóttir

Framkvæmdastjóri

Stella Óladóttir útskrifaðist sem Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1994. Hún er einn af stofnendum Sönghússins Domus vox og hefur starfað við sönghúsið síðan það var stofnað árið 2000. Hún syngur með kvennakórnum Vox feminae.