Syngjandi forskóli

Syngjandi forskóli er kórnámskeið ætlað þeim allra yngstu eða stúlkum á aldrinum 4-6 ára. Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur fyrir Stúlknakór Reykjavíkur en sá kór er ætlaður 7 ára stúlkum og eldri. Námskeiðið er þó byggt upp á sama máta og Stúlknakórinn og stúlkunum kynnt fyrir þeim lögum sem æfð eru hjá eldri stúlkunum. Oft á tíðum er Syngjandi forskóla boðið að taka þátt í tónleikum með Stúlknakór Reykjavíkur. 

Syngjandi forskóli er kenndur 1x í viku og er tíminn ca. 50 mínútur í senn. Æft er á laugardögum kringum hádegi.