Skólinn

Söngskólinn Domus Vox var stofnaður haustið 2000 af Margréti J. Pálmadóttur söngkonu og kórstjóra. Sérstaða skólans er kórastarf stúlkna og kvenna og samstarf þeirra á milli með einstöku tónleikahaldi.

Einsöngsdeild Domus Vox þjónustar nemendur innan og utan kóranna frá forskólaaldri til fullorðins ára.

Öflugt barna- og unglingastarf veitir nemendum nauðsynlega undirstöðu til að taka þátt í söngstarfi, sem einstaklingur eða í hópum.
Undirstaða námskrafna er aðalnámsskrá tónlistarskóla auk áralöngu kórastarfi Margrétar. Hvert barn á að geta fundið sér leið að framhaldi í söngnámi alveg til fullorðinsára. Nemendur koma fram reglulega innan skólans og utan með misstóru tónleikahaldi.

Til að ná þessum markmiðum eru eftirfarandi deildir starfandi við sönghúsið Domus Vox:

Söngnám:
Fornám– syngjandi forskóli kór 1 og 2, aldur 4-12 ára.
Grunndeild- unglingastig 12-14 ára, grunnstig 14 ára og eldri.
Miðdeild- 15 ára og eldri.
Framhaldsdeild– 18 ára og eldri, lýkur með opinberum tónleikum.
Kirkjudeild (Aurora) – Kammerkór innan Domus vox.

Námskeið– Skapandi söngstarf í ýmsum tónlistarstílum.
Einkatímar á söngkortum – fyrir allan aldur.

Syngjandi forskóli- fyrir stúlkur 4-7 ára
Stúlknakór Reykjavíkur- fyrir stúlkur á aldrinum 7-18 ára.
Aurora- fyrir dömur 18-29 ára
Cantabile kvennakór fyrir konur frá 50 ára aldri.
Vox feminae- kvennakór fyrir konur frá 25 ára aldri.
HappyHour kórinn- kvennakór fyrir konur frá 25-40 ára.