Stúlknakór Reykajvíkur fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með tónleikunum „Óskasteinar“ í Norðurljósasal Hörpu á Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 23. apríl kl.14:00.  Á tónleikunum koma fram yfir 100 stúlkur frá fjögurra ára aldri til tuttugu og fimm ára og flytja þekkt kórlög af hjartans list.  Með Stúlknakórnum verða hljóðfraleikararnir Antonia Hevesi píanóleikari og Matthías Stefánsson fiðluleikari.  Margar uppvaxnar stúlkur Stúlknakórs Reykjavíkur eru orðnar atvinnutónlistarkonur og nokkrar syngja og stjórna á tónleikunum.  Auk Margrétar eru stjórnendur þær Guðrún Árný Guðmundsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Miðaverð er kr. 2.500 á harpa/midi.is, en í  forsölu á skrifstofu Domus vox kostar miðinn kr. 2.000.