Söngskólinn Domus vox fagnar 15 ára starfsafmæli sínu með nemendasýningunni „Ég á mér draum“ í Tjarnarbíói þann 20. maí kl. 20:30.

Á sýningunni koma fram elstu nemendur nemendur skólans og flutt verða lög úr þekktum söngleikjum og kvikmyndum með leikrænu ívafi.  Listrænir stjórnendur eru Guðrún Árný Guðmundsdóttir og Maríus Sverrisson.  Hljómsveitina skipa Helga Laufey Finnbogadóttir, Matthías Stefánsson og Guðjón Steinar Þorláksson.