Maríus Sverrisson

SÖNGKENNARI

Maríus Sverrisson fæddist í Reykjavík og lærði leiklist, dans og söng í Vínarborg, New York og Hamborg, en hann hefur verið búsettur í þýskalandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga víða um Evrópu: þar á meðal í Pierro et Lunaire /Bühne Max Reinhard Seminar, í Vínarborg), Moses (West London Synagougue) og Caparet (Vínarborg og Düsseldorf). Hann söng við opnunarhátíð Potsdamer Platz í Berlín og lék aðalhlutverkið í söngleiknum Titanic, en höfundur verksins Maury Yeston samdi nýtt lag fyrir Maríus. Maríus hefur komið fram sem einsöngvari bæði erlendis og á Íslandi, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Íslensku Óperunni.

Please follow and like us: