Hanna Björk Guðjónsdóttir

SÖNGKENNARI

Hanna Björk Guðjónsdóttir útskrifaðist með 8.stig frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1992. Hennar aðalkennari var Elín Ósk Óskarsdóttir en hún naut einnig leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Guðmundu Elíasdóttur. Hún stundaði framhaldsnám í London hjá Ms.Gita Denise Vibyral og eftir að heim var komið var hún tvo vetur í námi við Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Rut Magnússon. Að auki hefur hún sótt söngnámskeið og „masterclass“ m.a. hjá Laura Brooks Rice, Eugine Ratti og Robin Stableton. Hanna Björk hefur komið víða fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri þó einkum við kirkjulegar athafnir og sem einsöngvari með kórum, auk þess er hún meðlimur í kór Íslensku Óperunnar. Hún hefur kennt við einsöngsdeild söngskólans Domus vox frá árinu 2000 og vorið 2003 hlaut hún diploma í kennslu frá The Associated Board of the Royal Schools of Music.

Please follow and like us: