Halldór Smárason

PÍANISTI

Halldór Smárason (1989) lauk framhaldsprófi í píanóleik samfara stúdentsprófi vorið 2009, þar sem hann útskrifaðist sem dux scholae. Hann lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2012 og mastersnámi í tónsmíðum við Manhattan School of Music vorið 2014, þá sem Fulbright-styrkþegi, undir handleiðslu Dr. Reiko Füting. Í gegnum árin hafa aðalkennarar Halldórs verið Sigríður Ragnarsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson og Atli Ingólfsson.
Halldór hefur m.a. unnið með Ungfóníu, Tríó Reykjavíkur, Duo Harpverk og MSM Symphony, og hlaut fyrstu verðlaun í tónsmíðakeppninni Manhattan Prize. Þá hefur hann verið staðartónskáld á tónlistarhátíðunum Við Djúpið, UNM og Podium Festival. Í gegnum árin hefur Halldór unnið margskonar útsetningarverkefni, komið fram við hin ýmsu tilefni og leikið inn á hljómdiska.
Please follow and like us: