Guðrún Árný Guðmundsdóttir

SÖNGKENNARI OG KÓRSTJÓRI

Guðrún Árný Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún hóf tónlistarferil sinn í barnakór Breiðagerðisskóla 10 ára gömul.  Guðrún hóf söngnám við söngskólann Domus vox undir leiðsögn Margrétar J. Pálmadóttur og Ingu Backman og lauk þaðan 5. stigi í söng.   Árið 2002 hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Signýjar Sæmundsdóttur og lauk þaðan burtfararprófi í söng og síðar söngkennaraprófi  árið 2007.  Guðrún lék í  söngleiknum um Litlu stúlkuna með eldspýturnar sem var sett upp í Íslensku óperunni haustið 2004, en sú sýning var í samvinnu við Söngskólann Domus vox.  Guðrún hefur verið virkur þátttakandi á meistaranámskeiðum hjá ýmsum þekktum leiðbeinendum. Guðrún hefur verið félagi í kvennakórnum Vox feminae og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar.  Guðrún hefur komið fram sem einsöngvari og sungið einsöng með kórum við ýmis tækifæri.  Guðrún kennir einsöng við söngskólann Domus vox og er kórstjórnandi við tvær yngstu deildir Stúlknakórs Reykjavíkur.

Please follow and like us: