Antonia Hevesi

PÍANISTI

Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist árið 1988 úr F.Liszt Tónlistarakademíunni í Búdapest með Mastersgráðu (MA) í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám í Austurríki við Tónlistarháskólann í Graz hjá org. Prof.Otto Bruckner. Antonía fluttist til Íslands árið 1992 og frá því í sept. 2001 hefur Antonía búið í Hafnarfirði. Antonía hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanó-meðleikari í Ungverjalandi, Austurríki, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Íslandi, Canada og Bretlandi. Hún hefur tekið þátt í masterklass námskeiðum m.a í píanóundirleik hjá Dalton Baldwin og í söng hjá Lorraine Nubar og Oliveru Miljakovic og spilað inn á geisladiska. Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar, menningar- og lista-stofnunar Hafnafjarðar. Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari á Íslandi og æfingarpíanisti við Íslensku Óperuna, þetta er þriðja starfsár Antoníu við söngskólann Domus vox.

Please follow and like us: